top of page

Hvað eru fjölskyldufræði?

Updated: Aug 25, 2022


Fjölskyldumeðferð er fjölbreytt meðferðarform sem aðstoðar einstaklinga, pör eða fjölskyldur við að byggja upp sterkari sambönd, bæta samskipti og skilning hvort til annars. Meginmarkmið fjölskyldumeðferðar er að skapa jákvæðari breytingar á samskiptum, virkja skilning og samkennd hvert við annað.


Fjölskyldumeðferð er skilgreind sem meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Þessi skilgreining byggist á hugmyndinni um fjölskyldu sem kerfi og vitund um að líðan einstaklinganna og breytingar á þeim hafa áhrif á fjölskyldutengslin. Hver einstaklingur verður þess vegna fyrir áhrifum af því sem gerist í lífi annarra í sömu fjölskyldu eða tengslaneti. Þangað er hægt að sækja jákvæðan kraft og úrræði, en stundum þarf líka að gera ráð fyrir kröftum sem kunna að verka gegn settu meðferðarmarkmiði. Í þessari skilgreiningu er ekki fengist um að afmarka hverjir taka þátt í sjálfri meðferðarvinnunni. Það getur jafnvel verið aðeins einn einstaklingur eða ákveðnar undirheildir, par/hjón, (stjúp)foreldrar, amma/afi, (stjúp/hálf)systskini og svo framvegis. Metið er eftir aðstæðum og í samráði hvenær og hvort einhverjir aðrir taka beinan þátt en sá sem sjálf/ur leitar til meðferðaraðila með sín persónulegu samskiptamál.

Comments


bottom of page