top of page

Hvað er Havening Techniques?

Updated: Jun 2, 2022


Havening er nálgun sem þróuð af sérfræðingum á sviði taugavísinda og notast við skynörvun til að breyta hugsanamynstri, líðan og hegðun. Í skynörvun er leitast við að gera einstaklinginn meðvitaðan um samspil hugar og líkama, með því að örva hreyfi- og stöðuskynið til að bæta sjálfsmynd, minnka kvíða og streitu og ná fram slökun með því að hægja á heilabylgjum.


Talið er að þegar fólk upplifir áföll eða mikla streitu skilji sú reynsla eftir sig spor á líkama og sál sem geta haft ævilangar afleiðingar. Havening er hannað með það að markmiði að breyta ástandi heilans til að draga úr áfallinu og fjarlægja tilfinningalegan kjarna minningarinnar, auk neikvæðu afleiðinga hans, úr líkama og huga meðferðarþegans. Havening er þannig græðandi aðferð til að vinna úr vandamálum sem eru orsökuðust við áfall eða mikla streitu.


Eitt af því sem Havening styðst við er mannleg snerting, sem er í þessu skyni kölluð Havening Touch®. Meðferðarþeginn getur veitt sér þessa snertingu sjálfur, öðrum kosti veitir Havening leiðbeinandinn hana, og er sú ákvörðun tekin í sameiningu. Havening skiptist í þrjár nálganir, sú fyrsta er til að draga úr tilfinningalegu ójafnvægi og milda áhrif áfalla, önnur er fyrir almenna vellíðan, streitulosun og bætta frammistöðu, sú þriðja er sjálfshjálpartæki. Þannig getur Havening aðferðin verið notuð af heilbrigðisstarfsmönnum sem hlotið hafa þjálfun og starfsréttindi til að beita henni. Havening getur einnig verið veitt af fólki sem er ekki menntað á heilbrigðissviðinu en sérhæfa sig í bættri líðan, t.d. markþjálfar sem hlotið hafa þjálfun og réttindi til að beita Havening aðferðinni. Að lokum má einnig nota Havening sem sjálfshjálp og iðka það með fjölskyldu og vinum. Frekari upplýsingar er að finna í þessu myndbandi og á www.havening.org



Comments


bottom of page